Hoppa yfir valmynd
5.5.2015

Flugslysaæfing á Egilsstaðaflugvelli 8. og 9. maí

Isavia heldur flugslysaæfingar á Egilsstaðaflugvelli föstudaginn 8. maí og laugardaginn 9. maí. Æfingin 8. maí líkir eftir flugslysi á Lagarfljóti og verður um að ræða bátaæfingu. Æfingin laugardaginn 9. maí verður stærri en hún verður innan flugvallargirðingar. Á flugslysæfingum Isavia er mikið lagt upp úr því að hafa uppsetningu sem raunverulegasta, meðal annars eru „sjúklingar“ farðaðir og kveiktur er eldur í bílflökum til þess að líkja eftir braki úr flugvél. Íbúar í grennd við flugvöllum mega búast við því að sjá reyk stíga upp frá flugvellinum á laugardaginn og mikið umstang í kringum hann. Beðist er velvirðingar á þeim truflunum sem íbúar kunna að verða fyrir af völdum æfingarinnar og vonast til að þær verði sem minnstar.