Hoppa yfir valmynd
21.10.2019
Flugslysaæfing á flugvellinum á Gjögri

Flugslysaæfing á flugvellinum á Gjögri

Flugslysaæfing var haldin á flugvellinum á Gjögri laugardaginn 19. október síðastliðinn. 28 manns tóku þátt í æfingunni sem var vel sótt af heimafólki og fulltrúum frá nærliggjandi björgunarsveitum.

 

Æfð voru viðbrögð við flugslysi á Gjögurflugvelli þar sem líkt var eftir að flugvél brotlenti með 6 manns um borð. Æfingar sem þessar eru haldnar á öllum áætlanaflugvöllum. Þær eru skipulagðar af Isavia, almannavörnum og lögreglu og öðrum viðbragðsaðilum. Æfingarnar eru afar mikilvægar, ekki síst í fámennum samfélögum þar sem hver einstaklingur skiptir máli ef slys verður þar.

 

Í aðdraganda æfingarinnar var haldin fræðslufundur um hópslys, skyndihjálp og notkun slökkvitækja. Í kjölfar æfingarinnar verður lokið við gerð nýrrar flugslysaáætlunar fyrir flugvöllinn á Gjögri. Isavia þakkar öllum sem að æfingunni komu fyrir samveruna og samstarfið.