Hoppa yfir valmynd
29.9.2016
Flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli 1. október

Flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli 1. október

Á laugardaginn má búast við að miklu umstangi á Reykjavíkurflugvelli, en sem betur fer er allt sviðsett. 
 
Isavia vill benda íbúum höfuðborgarsvæðisins á að haldin verður flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 1. október á milli 11-15. Æfingin er mjög umfangsmikil og munu um 450 manns taka þátt í henni. Kveiktir verða eldar, sjúkrabílar aka í neyðarakstri, björgunarsveitarbílar verða áberandi og svo framvegis. Fólk sem er á ferli um höfuðborgina mun eflaust verða vart við æfinguna og því vildum við hjá Isavia benda á að allt verður þetta sem betur fer sviðsett.
 
Æfingin verður sem fyrr segir mjög umfangsmikil og margar starfseiningar koma að henni svo sem starfsmenn flugvallarins, lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningsaðilar, starfsmenn sjúkrahúsa, almannavarnir, björgunarsveitir, Rauði krossinn, prestar, rannsóknaraðilar auk fjölda annarra. Flugslysaæfingar sem þessar eru haldnar á um fjögurra ára fresti á hverjum flugvelli á Íslandi þar sem starfrækt er áætlunarflug.