Hoppa yfir valmynd
4.10.2012

Flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli 6. október

Flugslysaæfing verður haldin á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 6. október næstkomandi. Æfður verður ferillinn frá því að flugturn sendir út boð um flugslys á vellinum og þar til „sjúklingum“ hefur verið komið á sjúkrahús.  
 
Æfingin er skipulögð af Isavia en um 400 aðilar frá Isavia, Almannavörnum, slökkviliði, lögreglu, Landhelgisgæslunni, björgunarsveitum, Rauða krossinum og Landspítalanum taka þátt auk presta, sjálfboðaliða sem leika sjúklinga og aðstandendur, fjölmiðla og fjölda annarra .