Hoppa yfir valmynd
15.5.2012
Flugslysaæfing á Þingeyri

Flugslysaæfing á Þingeyri

Flugslysaæfing var haldin á Þingeyrarflugvelli laugardaginn 12. maí. Um 80 manns tóku þátt í æfingunni, flugvallarstarfsmenn, slökkvilið, björgunarsveit og lögregla auk þess sem nemendur úr unglingadeild grunnskólans á Þingeyri og unglingadeild Björgunarfélags Ísafjarðar, léku slasaða.

Sett var upp sú staða að erlend farþegavél með 21 farþega hefði brotlent við brautarenda 32. Bílflökum sem táknuðu flugvélabrak var komið fyrir með allnokkru bili þannig að um tvo ólíka vettvanga var að ræða. Síðast var haldin flugslysaæfing á Þingeyri árið 2008. Mátti sjá töluverðar framfarir viðbragðsaðila síðan þá.