Hoppa yfir valmynd
27.9.2010

Flugslysaæfingin á Bíldudalsflugvelli gekk vel

Síðasta laugardag var haldin flugslysaæfing á Bíldudal, æfð voru viðbrögð við að farþegaflugvél hlekktist á við lendinu á Bíldudalsflugvelli og  var umhverfið á flugvellinum eins og um raunverulegt slys hafi orðið.   Veðrið lék ekki við þátttakendur en það kom ekki að sök,  það mál manna að æfingin hafi tekist vel og var það ekki síst að þakka áhugasemi og jákvæðni heimamanna.  

Isavia í samstarfi við viðbragðsaðila á sunnanverðum Vestfjörðum og svonefndum ráðgjafahóp stóð fyrir flugslysaæfingunni á Bíldudalsflugvelli.  Tilgangurinn með flugslysaæfingunni var að samhæfa viðbrögð allra hluteigandi aðila svæðinu og sannreyna virkni flugslysaáætlunar.     Á hverju ári stendur Isavia fyrir 2-4 flugslysaæfingum.  Næstu flugslysaæfingar verða á næsta ári á Sauðárkróki, Höfn í Hornafirði á Gjögri og Grímsey.