
Flugstöð Leifs Eiríkssonar 25 ára
![]() |
Þórólfur Árnason stjórnarformaður Isavia flutti stutta tölu og fagnaði áfanganum. |
Flugstöð Leifs Eiríkssonar varð 25 ára 14. apríl síðastliðinn og var því fagnað sérstaklega með afmælishófi í gamla yfirmannaklúbbnum á Keflavíkurflugvelli, nú nefnt Ásbrú.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia, rekstraraðila flugstöðvarinnar, fluttu stutta tölu og fögnuðu áfanganum. Fleiri góðir gestir voru í hófinu, m.a. nokkrir aðilar sem komu að byggingu stöðvarinnar sem opnuð var formlega 14. apríl 1987 að viðstöddum um þrjú þúsund gestum. Þáverandi forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sagði í lok ræðu sinnar „Hver vegur að heiman er vegurinn heim“.
Í ræðu Þórólfs kom einnig fram að flugstöðin hefur fengið nokkrar viðurkenningar á undanförnum árum fyrir góða frammistöðu og þjónustu og hefur flugvöllurinn í tvígang verið valin sá besti í sínum flokki í heiminum á undanförnum þremur árum.
Að afmælishófinu loknu var haldinn dansleikur fyrir starfsmenn stöðvarinnar til að fagna aldarafmæli og frábærum árangri. Þemað var gylltur klæðnaður í anda Austin Powers. Um 700-800 manns mættu um kvöldið og skemmtu sér hið besta.
Myndir frá viðburðinum er að finna á vef Keflavíkurflugvallar.