Hoppa yfir valmynd
4.10.2010

Flugstöð Leifs Eiríkssonar bleik

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga þá hefur Flugstöð Leifs Eiríkssonar verið lýst upp í bleikum lit. Tilefnið er að vekja athygli á söfnunarátaki Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameini, lýsingin á flugstöðinni var gerð í samvinnu við Krabbameinsfélag Suðurnesja.  

Eins og sést á myndum hér að neðan þá eru turnarnir fjórir á aðalbyggingunni bleikir sem og Þotuhreiðrið norðan  við flugstöðina.   Það var Arnbjörn Óskarsson rafverktaki sem tók myndir af húsinu í bleikum lit.