Hoppa yfir valmynd
29.3.2017
Flugstöðin rýmd - engin hætta á ferðum

Flugstöðin rýmd - engin hætta á ferðum

Um klukkan 16:00 í dag var flugstöðin á Keflavíkurflugvelli rýmd. Ástæðan er sú að flugvél frá flugvelli sem stenst ekki alþjóðlegar kröfur um öryggisleit var vísað upp að röngu hliði eftir lendingu. Þegar farþegar vélarinnar gengu frá borði blönduðust þeir því við aðra farþega sem höfðu undirgengist öryggisleit. Við slíkar aðstæður þarf að rýma flugstöðina til þess að tryggja að allir farþegar innan flugverndarsvæðis hafi undirgengist þá öryggisleit sem krafist er á flugvellinum.

Beðist er velvirðingar á þeim töfum sem þetta veldur farþegum en tekið skal fram að engin hætta er á ferðum vegna þessa. Við hvetjum farþega til að fylgjast með upplýsingum um komu og brottfarartíma á www.kefairport.is sem verða uppfærðar.