
Flugtölur Isavia fyrir árið 2013 eru komnar út
Isavia gefur árlega út flugtölur sem eru árleg skýrsla með ítarlegri greiningu á umferð ársins um flugvelli landsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Meðal þess sem kemur fram í flugtölum 2013 er:
- Millilandafarþegum um flugvelli Isavia fjölgaði um 15,1% miðað við árið 2012 en innanlandsfarþegum fækkaði um 7,4% á sama tímabili.
- Umfang vöru- og póstflutninga minnkaði um 6,6% innanlands en jókst um 5,3% milli landa.
- 116.326 flugvélar fóru um íslenska flugstjórnarsvæðið á árinu 2013, 7,7% fleiri en árið 2012. Flognir kílómetrar voru 11,5 milljónum fleiri á sama tímabili. Um 62% umferðarinnar var á vesturleið og 38% á austurleið.
- Algengasta leiðin innan svæðisins var frá London til Los Angeles en 2.204 ferðir voru farnar þá leið á árinu.
- Þau sex flugfélög sem flugu oftast um íslenska svæðið eru Icelandair, United Airlines, Delta, Lufthansa, British Airways og Emirates.