Hoppa yfir valmynd
27.1.2014
Flugtölur Isavia fyrir árið 2013 eru komnar út

Flugtölur Isavia fyrir árið 2013 eru komnar út

Isavia gefur árlega út flugtölur sem eru árleg skýrsla með ítarlegri greiningu á umferð ársins um flugvelli landsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Meðal þess sem kemur fram í flugtölum 2013 er:

  • Millilandafarþegum um flugvelli Isavia fjölgaði um 15,1% miðað við árið 2012 en innanlandsfarþegum fækkaði um 7,4% á sama tímabili.
  • Umfang vöru- og póstflutninga minnkaði um 6,6% innanlands en jókst um 5,3% milli landa.
  • 116.326 flugvélar fóru um íslenska flugstjórnarsvæðið á árinu 2013, 7,7% fleiri en árið 2012. Flognir kílómetrar voru 11,5 milljónum fleiri á sama tímabili. Um 62% umferðarinnar var á vesturleið og 38% á austurleið.
  • Algengasta leiðin innan svæðisins var frá London til Los Angeles en 2.204 ferðir voru farnar þá leið á árinu.
  • Þau sex flugfélög sem flugu oftast um íslenska svæðið eru Icelandair, United Airlines, Delta, Lufthansa, British Airways og Emirates.