
Flybe hefur áætlunarflug milli Birmingham og Keflavíkur
Breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem er stærsta svæðisbundna flugfélag Evrópu, hóf áætlunarflug milli Birmingham og Keflavíkur í gær.
Félagið hyggst fljúga þrisvar í viku árið um kring á sunnudögum, þriðjudögum og föstudögum.
Flugvallarstarfsmenn tóku á móti jómfrúarfluginu með hefðbundnum hætti og færðu farþegum á leið til Birmingham veitingar í tilefni dagsins.
Isavia óskar Flybe til hamingju með nýju flugleiðina.