Hoppa yfir valmynd
20.3.2024
Framkvæmdir í austurálmu á góðu flugi

Framkvæmdir í austurálmu á góðu flugi

Framkvæmdir í nýrri austurálmu flugstöðvarinnar ganga vel og með vorinu mun huti af annarri hæð álmunnar opna með nýju veitingasvæði í brottfararsal. Nýja austurálman mun stækka flugstöðina um 30% og er hún lykilþáttur í framtíðarþróðun flugvallarins. 

Um mitt síðasta ár opnaði fyrsti hluti álmunnar þegar nýtt farangursflokkunarkerfi í kjallara var tekið í notkun sem og nýr komusalur með farangursmóttöku fyrir farþega. Ný og stærri komuverslun fríhafnarinnar er langt á veg komin og opnar von bráðar. Ný salernisaðstaða fyrir gesti í komusal mun opna bráðlega, ásamt nýrri aðstöðu fyrir týndan farangur.

Sem áður segir mun nýtt veitingasvæði opna með vorinu og í haust verður öll önnur hæð álmunnar opna með fjórum nýjum landgöngum og nýju rútuhliði. Þá mun farþegasvæðið einnig stækka til muna og ný salerni verða tekin í notkun samhliða.

Nánari upplýsingar um austurálmuna og hlutverk hennar í framþróun flugvallarins má finna hér.