Hoppa yfir valmynd
2.3.2018
Framvísa þarf brottfararspjaldi við verslun á Keflavíkurflugvelli

Framvísa þarf brottfararspjaldi við verslun á Keflavíkurflugvelli

Þann 1. mars 2018 tóku gildi breyttar reglur, að kröfu Tollstjóra, um framvísun brottfararspjalda við kaup í verslunum og veitingastöðum á brottfararsvæði á Keflavíkurflugvelli.
 
Í breytingunni felst að hverjum farþega í millilandaflugi ber að framvísa brottfararspjaldi við öll kaup í verslunum og veitingastöðum á brottfararsvæði flugstöðvarinnar. Seljanda ber að skanna brottfararspjaldið í kassakerfið hjá sér til að heimila sölu. Ekki er hægt að heimila sölu nema að brotfararspjaldi sé framvísað og það skannað.
 
Þessar breytingar eru gerðar til að uppfylla 104. grein tollalaga. Þar segir að óheimilt sé að selja vörur í tollfrjálsum verslunum nema með framvísun brottfararspjalds.