Hoppa yfir valmynd
3.2.2013
Fríhöfnin fékk starfsmenntaviðurkenningu SAF

Fríhöfnin fékk starfsmenntaviðurkenningu SAF

Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli fékk starfsmenntaviðurkenningu Samtaka ferðaþjónustunnar afhenta föstudaginn 1. febrúar á degi menntunar í ferðaþjónustu. Dagur menntunar í ferðaþjónustu var nú haldinn sjötta árið í röð og er viðurkenningin veitt því fyrirtæki sem þykir skara fram úr á sviði fræðslu og símenntunar í greininni. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti viðurkenninguna.
 
Á myndinni sjást fulltrúar frá Fríhöfninni með viðurkenninguna.
 
Fríhöfnin er dótturfyrirtæki Isavia.