Hoppa yfir valmynd
21.11.2016
Fundur um samstarf flugvalla, flugfélaga og áfangastaða

Fundur um samstarf flugvalla, flugfélaga og áfangastaða

Íslandsstofa og Isavia boða til fundar um samstarf flugfélaga, flugvalla og áfangastaða þriðjudaginn 22. nóvember nk. Sérfræðingar frá Skotlandi og Danmörku miðla af reynslu sinna landa og fjalla um hvernig samstarfi þar er háttað. 
 
Í dag fljúga 11 flugfélög til Íslands allt árið um kring. Því er vert að skoða hvernig samstarf áfangastaðarins Íslands við flugfélög og flugvelli eigi að vera háttað með langtímahagsmuni áfangastaðarins að leiðarljósi.
 
Fyrirlesarar eru eftirfarandi: 
 
Inga Hlín Pálsdóttir, Íslandsstofa, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina.
Denise Hill, Visit Scotland, yfirmaður markaðs- og viðskiptaþróunar og hefur unnið við að styrkja flugtengingar til Skotlands.
Camilla B. Lund, Wonderful Copenhagen. Hún hefur stýrt Global Connected leiðarþróunarverkefninu í Danmörku frá árinu 2010.
Hlynur Sigurðsson, Isavia, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar.
 
Fundarstjóri er Magnús Orri Schram, ráðgjafi