Hoppa yfir valmynd
22.3.2013
Fyrsta flug easyJet frá Keflavíkurflugvelli til Edinborgar

Fyrsta flug easyJet frá Keflavíkurflugvelli til Edinborgar

Breska flugfélagið easyJet hóf flug milli Keflavíkur og Edinborgar í gær en félagið hyggst fljúga þangað tvisvar sinnum í viku á mánudögum og  fimmtudögum. Edinborg er þriðji áfangastaður félagsins frá Íslandi og er easyJet eina flugfélagið sem býður flug héðan til borgarinnar um þessar mundir.

Farþegar í fyrsta fluginu nutu veitinga og léttrar skemmtunar í skoskum stíl í boði Isavia í tilefni dagsins. Flugstjóri í fyrsta Edinborgarfluginu var Íslendingurinn Davíð Ásgeirsson sem einnig stjórnaði fyrsta flugi félagsins til Íslands á síðasta ári.

Farþegum á leið til Edinborgar býðst þátttaka í ljósmyndasamkeppni Keflavíkurflugvallar á Twitter og Instagram  með því að senda ljósmynd úr ferðinni á #KEFEdinborg fram til 10. apríl nk. Einnig er hægt að senda myndir á vefsíðuna kefairport.is og segja okkur ferðasöguna.

Isavia óskar easyJet til hamingju með nýjan áfangastað frá Keflavík.