Hoppa yfir valmynd
14.5.2014
Fyrsta flug Icelandair til Vancouver

Fyrsta flug Icelandair til Vancouver

Icelandair hóf í gær áætlunarflug til Vancouver á vesturströnd Kanada. Flogið verður tvisvar í viku til borgarinnar á þriðjudögum og sunnudögum fram til 12. október.

Rýmkandi ákvæði loftferðasamnings Íslands og Kanada sem tóku gildi á þessu ári hafa opnað aukin tækifæri í flugi milli landanna og tengiflugi til Evrópulanda og hóf Icelandair flug til Edmonton í mars sl. Isavia óskar Icelandair til hamingju með þessa nýju áætlunarleið félagsins.

Áhöfn í fyrsta flugi Icelandair til Vancouver fyrir brottför á Keflavíkurflugvelli