
FYRSTA FLUG JET2.COM OG JET2CITYBREAKS TIL ÍSLANDS
Fyrsti hópur ferðamanna breska flugfélagsins Jet2.com og ferðaskrifstofunnar Jet2CityBreaks kom til Keflavíkurflugvallar frá Glasgow í Skotlandi í dag. Þetta var fyrsta skipulagða ferð félaganna til Íslands, þar sem viðskiptavinir nýttu sér einstakt tækifæri til að sjá hin mögnuðu norðurljós í fjögurra nátta ferð.
Flugið í dag markar upphaf 12 ferða flugáætlunar í vetur frá fimm flugvöllum í Bretlandi, þ.e. Birmingham, Glasgow, Leeds Bradford, Manchester og Newcastle, í febrúar og mars.
Vegna mikilla vinsælda þessara ferða mun félagið bjóða upp á 32 ferðir frá sex flugvöllum til Íslands til að sjá norðurljósin veturinnn 2019 til 2020, meira en tvöfalt fleiri ferðir en í vetur, þar á meðal 12 ferðir í október/nóvember og 20 ferðir frá febrúar til apríl.
Öll flug verða á vegum Jet2.com sem notar til þess Boeing 737-800 flugvélar.
Steve Heapy, forstjóri Jet2.com og Jet2Holidays sagði: „Það gleður okkur að geta boðið viðskiptavinum okkar sem vilja heimsækja þetta dásamlega land upp á enn meira úrval. Ísland býr yfir mörgum einstökum náttúruundrum svo sem norðurljósum, þjóðgörðum og jarðböðum. Við fylltumst stolti þegar við buðum okkar fyrstu viðskiptavini velkomna um borð í Glasgow á leið í einstaka ferð og við vonum að þeir njóti frísins.“
Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskipasviðs Keflavíkurflugvallar, sagði: „Við hjá Keflavíkurflugvelli bjóðum Jet2.com og Jet2CityBreaks hjartanlega velkomin. Við hlökkum til að halda áfram samstarfi okkar við Jet2.com and Jet2CityBreaks og vonum að það verði langt og gott.“