Hoppa yfir valmynd
3.12.2021
Fyrsta flug Play til Amsterdam

Fyrsta flug Play til Amsterdam

Play flaug í morgun í fyrsta sinn til Amsterdam í Hollandi. Flogið er á Schiphol-flugvöll tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og föstudögum.

Í tilefni af fyrsta flugi félagsins á þennan nýja áfangastað var farþegum boðið upp á góðgæti fyrir flugið.

 

Það var í lok júní sem Play fór fyrst í loftið og fór í jómfrúarferð félagsins til London. Síðan þá hefur áfangastöðum félagsins fjölgað jafnt og þétt.