
Fyrsta flug Wizz Air frá Keflavíkurflugvelli til Kraká
Ungverska flugfélagið Wizz Air hóf í dag beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Kraká í Póllandi. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum. Wizz Air er stærsta lággjaldaflugfélag í Mið- og Austur-Evrópu. Kraká er tíundi áfangastaður Wizz Air frá Keflavíkurflugvelli nú í vetur.
Farþegar með fyrsta flugi félagsins frá Keflavíkurflugvelli til Kraká nutu veitinga í boði Isavia. Boðið var upp á tertu, kaffi og gosdrykki í tilefni ferðarinnar. Einnig sprautuðu slökkvibílar heiðurs vatnsboga yfir vélina þegar hún koma að flugstöðinni.
Flugfélagið Wizz Air er eitt 29 flugfélaga sem bjóða upp á áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli til 75 áfangastaða. Wizz Air er með fjölda tenginga við borgir í Evrópu. Nánari upplýsingar um áfangastaði hjá flugfélaginu má nálgast hér.