Hoppa yfir valmynd
8.5.2015
Fyrsta flug WOW air til Washington

Fyrsta flug WOW air til Washington

Í dag fögnuðum við fyrsta flugi WOW air til Washington, D.C. Félagið mun fljúga þangað allan ársins hring fjórum sinnum í viku út maí og svo fimm sinnum í viku frá og með 1. júní 2015.

Flogið er til BWI, eða Baltimore Washington International flugvallar en samgöngur til Washington, D.C eru afar hentugar með hraðlest sem tekur um 30 mínútur. Mörg bandarísk lággjaldaflugfélög fljúga til Baltimore Washington flugvallar svo hægt er að finna hagstæð verð þaðan til annarra borga í Bandaríkjunum. Flugvöllurinn er þriðji stærsti flugvöllurinn sem lággjaldaflugfélagið Southwest flýgur til.

WOW air mun frá næsta vori fljúga til tuttugu áfangastaða bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Auk Boston og Washington, D.C. bættust einnig nýlega við fjórir nýjir áfangastaðir í Evrópu; Dublin, Róm, Billund og Tenerife.

Skúli Mogensen forstjóri WOW, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia klipptu á borðann í dag.

Isavia bauð upp á köku í formi þinghússins í Washington.

Áhöfnin fékk þessa WOW kúrekahatta að gjöf frá Isavia.

Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia óskaði WOW air til hamingju með nýju flugleiðina.