Hoppa yfir valmynd
30.10.2019
Góð þátttaka í öryggisviku Isavia

Góð þátttaka í öryggisviku Isavia

Öryggisvika Isavia lauk nýverið en hún var haldin dagana 14. til 18. október. Þetta er í annað sinn sem haldin er sérstök öryggisvika þar sem boðið er upp ýmsa viðburði til að efla þekkingu og vitund varðandi öryggismál.

Að þessu sinni var boðið upp á fyrirlestra og fræðslufundi um öryggismál. Starfsfólki Isavia var boðið í heimsóknir til flugvallaþjónustu og í flugturninn á Keflavíkurflugvelli. Að þessu sinn var einnig boðið upp á fræðus um ferðalag ferðatöskunnar í gegnum flugvöllinn og sérstakar FOD göngur á Keflavíkurflugvelli og flugvöllunum í Reykjavík og á Akureyri. Þá söfnuðust starfsmenn Isavia og þjónustuaðila á flugvöllunum saman og gengu ákveðið svæði á flughlaði og týndu upp aðskotahluti. FOD göngurnar (Foreign Object Debris) eru framkvæmdar af starfsmönnum Isavia á flugvöllum sem félagið á eða rekur.

Boðið var upp á öryggisleika Isavia á meðan á öryggisvikunni stóð. Þar keppti hvert lið um titilinn öryggismeistari Isavia. Þurfti að leysa í sameiningu þrautir sem tengdust öryggismálum.

Þátttaka í öryggisvikunni var vonum framar enda tekur starfsfólk Isavia öryggismál alvarlega og vill fræðast nánar um þau. Það er í samræmi við þá áherslu sem Isavia leggur á öryggismál og að allt starfsfólk taki virkan þátt í að tryggja öryggi á vinnustaðnum.

Leiðarljós Isavia er öryggi, samvinna og þjónusta. Flugsamgöngur eru flókin og margþætt starfsemi og öryggi skiptir þar miklu máli.

Fjallað var um öryggisvikuna í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta. Þar var rætt við Þröst V. Söring, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar, um atburði á öryggisvikunni.