Hoppa yfir valmynd
21.5.2014
Greenland Express flýgur frá Akureyri til Danmerkur - Flybe flýgur allt árið

Greenland Express flýgur frá Akureyri til Danmerkur - Flybe flýgur allt árið

Greenland Express áformar að fljúga beint frá Akureyri til Danmerkur í júní. Flogið verður til Kaupmannahafnar og áfram til Álaborgar. Flugtímabilið verður frá 17. júní til 25. nóvember og áætlað að fljúga á miðvikudögum og sunnudögum. Bókanir hefjast í næstu viku og áætlar félagið að hafa miðaverð sambærilegt við miðaverð frá Keflavíkurflugvelli. Greenland Express leigir vél frá Hollandi af gerðinni F-100 og tekur hún 100 manns í sæti.

Þá áformar breska lággjalda flugfélagið Flybe að fljúga milli Íslands og Bretlands allt árið um kring, í stað þess að fljúga einungis yfir sumartímann, í kjölfar mikillar eftirspurnar á leið félagsins. Fyrsta flug fé­lags­ins frá Íslandi til Birmingham verður 29. Júní nk. og eft­ir það verður flogið þris­var í viku (sunnu­daga, þriðju­daga og föstu­daga). Sum­arið 2014 verður farið frá Kefla­vík­ur­flug­velli seint að kvöldi en frá og með októ­ber verður brott­för um eft­ir­miðdag­inn. Birmingham er næststærsta borg Bretlands, vel staðsett og þægilegt að komast til London, Skotlands og meginlands Evrópu.