Hoppa yfir valmynd
28.2.2020
Helga R. Eyjólfsdóttir millistjórnandi ársins 2020

Helga R. Eyjólfsdóttir millistjórnandi ársins 2020

Helga R. Eyjólfsdóttir, öryggis- og gæðastjóri Isavia, hlaut í gær stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2020 í flokknum millistjórnandi ársins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veitti verðlaunin í gær, fimmtudag, við hátíðlega athöfn á Grand hótel.

Auk Helgu fékk Margrét Tryggvadóttir forstjóri NOVA verðlaun í flokki yfirstjórnenda og Helgi Hjálmarsson framkvæmdastjóri Völku í flokki frumkvöðla. Yfir 50 tilnefningar bárust til verðlaunanna, þar af 25 í flokki millistjórnenda. Auk verðlaunahafans var annar millistjórnandi Isavia tilnefndur, Helga Erla Albertsdóttir, deildarstjóri reikningshalds og uppgjöra. Isavia óskar Helgu innilega til hamingju með verðlaunin.

Við afhendingu var Helgu lýst sem hversdagslegum og hógværum leiðtoga. Hamhleypu til verka sem er umhugað um velferð annarra. Þá var hún sögð einstaklega góður leiðbeinandi sem hefur tekið virkan þátt í fræðslustarfi á vinnumarkaði.

Helga þakkaði heiðurinn og sagði það forréttindi að fá að vinna að sínum hugðarefnum með góðu samstarfsfólki og hlakka til að mæta í vinnuna á hverjum morgni. Hún sagði eitt aðalmarkmið sitt sem stjórnanda og manneskju að hjálpa fólki að vera besta útgáfan af sjálfu sér. Verðlaunin tileinkaði Helga samstarfsfólki sínu hjá Isavia, sérstaklega teyminu sínu, fjölskyldu sinni og vinum.