Hoppa yfir valmynd
31.1.2014
Heræfing við Ísland

Heræfing við Ísland

Flugsveitir frá Noregi, Finnlandi og Svíþjóð munu verða með heræfingu við Ísland fram til 21. febrúar, auk þess munu Norðmenn sjá um loftrýmisgæslu og ber verkefnið vinnuheitið Iceland Air Meet 2014 (IAM2014).

Samtals verða um 300 liðsmenn frá þjóðunum og 20 flugvélar. Finnar munu einnig leggja til tvær þyrlur, eldsneytisbirgðaflugvélar eru væntanlegar frá bandaríska og hollenska flughernum auk ratsjárflugvélar frá Atlantshafsbandalaginu.

Menn og loftför:

  • Noregur, 6 F16 orrustuþotur og um 110 liðsmenn.
  • Finnland, 5 F18 orrustuþotur, 2 NH-90 SAR þyrlur og 60 liðsmenn.
  • Svíþjóð, 7 JAS-39 orrustuþotur, C-130 eldsneytisflugvél og 110 liðsmenn.
  • Holland, 1 KC10 eldsneytisbirgðaflugvél.
  • Bandaríkin, 1 KC135 eldsneytisbirgðaflugvél.
  • NATO, 1 ratsjárflugvél sem verður staðsett í Orland, Noregi.

Flug mun fara fram í skilgreindum hersvæðum yfir og í kringum Ísland. Upplýsingar um þau hersvæði er að finna í AIP ENR 5.2. Auk þess hafa verið sett upp tvö viðbótarsvæði sem ætluð eru fyrir lækkun hervéla niður fyrir ský. Upplýsingar um þau eru gefin út með NOTAM.