Hoppa yfir valmynd
4.6.2020
Hlupu 5 kílómetra á flugbraut á Keflavíkurflugvelli

Hlupu 5 kílómetra á flugbraut á Keflavíkurflugvelli

Í gær fór fram fyrsta flugbrautarhlaup á Íslandi þegar um 60 öflugir starfsmenn Isavia og dótturfélaga hlupu 5 kílómetra leið á flugbraut á Keflavíkurflugvelli. Þetta var lokahnykkurinn á Hreyfileikum Isavia sem staðið hafa síðan 14. maí. Þar hefur fjöldi starfsmanna tekið þátt í keppni þar sem fjöldi mínútna í hreyfingu var skráður og ýmsar þrautir þreyttar.

Þar sem umferð flugvéla um flugvöllinn hefur verið minni en vanalega vegna Covid 19 nýttum við tækifærið fyrir þessa lokaáskorun. Við erum gríðarlega heppin að flottur hópur flugvallarstarfsfólks aðstoðaði við framkvæmd hlaupsins og hvatti hlaupara áfram með ljósum, látum og mikilli gleði.