Hoppa yfir valmynd
9.5.2023
HönnunarMars á Keflavíkurflugvelli

HönnunarMars á Keflavíkurflugvelli

HönnunarMars er eitt helsta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs innanlands sem og á alþjóðalegum vettvangi. Þema hátíðarinnar í ár var að velta spurningunni „Hvað nú?“ fyrir sér með fjölbreyttum hópi hönnuða sem nálgast núið og framtíðina á skapandi hátt.

Keflavíkurflugvöllur var samstarfsaðili HönnunarMars í ár og bauð farþegum vallarins að velta spurningunni „Hvað nú?“ fyrir sér á flugvellinum og upplifa HönnunarMars.

Á Keflavíkurflugvelli má víðsvegar sjá úrval af áhugaverðri hönnun, list og vörum eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða.