Hoppa yfir valmynd
23.4.2024
Hönnunarmars í KEF

Hönnunarmars í KEF

Íslensk hönnun er á flugi en í ár tekur Keflavíkurflugvöllur þátt í HönnunarMars. HönnunarMars er eitt helsta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs innanlands sem og á alþjóðalegum vettvangi. Hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskrá breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið og á flugvellinum. HönnunarMars í ár speglar ástand heimsins í sirkusnum, þar sem kaos er norm og jafnvægi list.

Keflavíkurflugvöllur setur íslenska hönnun og vörur í forgrunn en víðsvegar á flugvellinum má sjá úrval af áhugaverðri hönnun, list og vörum eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða.

Í tilefni af HönnunarMars var sett upp sýningin Samband/Connection í töskusalnum í KEF. Sýningin samanstendur af vörum eftir níu íslenska hönnuði sem eiga það sameiginlegt að hafa hannað vörur sem eru þróaðar, framleiddar og seldar í Skandinavíu. Sýnd eru húsgögn og vörur sem endurspegla íslenska hönnun og sambandið á milli íslenska og skandinavíska hönnunarsamfélagsins.

Sýningin er framleidd af Epal í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Íslandsstofu í tilefni hönnunarhátíðarinnar 3 days of design.