Hoppa yfir valmynd
26.6.2012
Iceland Express hefur flug til Vilnius

Iceland Express hefur flug til Vilnius

Við opnun flugleiðarinnar til Vilnius var boðið upp á lauflétta tóna og veitingar.

Iceland Express hóf flug til Vilnius í kvöld, þriðjudaginn 26. júní. Flogið verður einu sinni í viku til 28. ágúst. Brottför frá Keflavík er kl. 22.00 á þriðjudögum og koma til Keflavíkur kl. 07.15 á miðvikudögum.

Vilnius er höfuðborg Litháen og er ein af elstu borgum Evrópu og talin með þeim fegurstu. Gamli bærinn er einstakur með fjölda sögufrægra staða og þar er einnig að finna yfir 400 ára gamlan háskóla. Stutt er frá Vilnius til annarra Eystrasaltsríkja.

 

Isavia óskar Iceland Express til hamingju með nýjan áfangastað.