Hoppa yfir valmynd
28.10.2013

Icelandair flýgur til Newark-flugvallar

Icelandair hefur hafið reglulegt áætlunarflug til Newark flugvallar í New York. Flogið verður fjórum sinnum í viku, á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum.

Icelandair hefur flogið JFK flugvallarins í New York í rúm 60 ár og mun halda því áfram. Í sumar flaug Icelandair 14 sinnum í viku, eða tvö flug daglega, til JFK. Þá hefur verið flogið daglega í nokkur ár utan sumartímans.

Newark flugvöllurinn er í raun í New Jersey fylki, vestan við Hudson ána sem rennur við Manhattan. Hann þykir henta vel fyrir Manhattan og ýmis svæði í suður-, vestur- og norðurhluta New York og New Jersey, en íbúafjöldi á New York svæðinu er í heild um 25 milljónir. Flugumferð um Newark er tæplega 70% af umferðinni um JFK og á síðasta ári fóru 34 milljónir farþega um hann.