Hoppa yfir valmynd
20.5.2015
Icelandair hefur áætlunarflug til Portland

Icelandair hefur áætlunarflug til Portland

Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Portland í Oregonfylgi í Bandaríkjunum og er um að ræða 14. áfangastað félagsins í Norður-Ameríku og þriðja borgin sem Icelandair flýgur til á svokölluðu Pacific Northwest svæði eða Kyrrahafs-norðvestrið. Hinar borgirnar eru Seattle og Vancouver. Flogið verður til Portland tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, til 20 október nk.
 
Eins og hefð er fyrir á fyrsta flugi stóð Isavia fyrir viðhöfn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og var boðið upp á sérbakaða og skreytta tertu og þeir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair klipptu á borða til að fagna þessum tímamótum.