Hoppa yfir valmynd
6.3.2014
Icelandair hefur flug til Edmonton í Kanada

Icelandair hefur flug til Edmonton í Kanada

Icelandair hóf í gær áætlunarflug til Edmonton í Kanada. Flogið verður fjórum til fimm sinnum í viku til borgarinnar allt árið um kring.

Nýr loftferðasamningur Íslands og Kanada opnar aukin tækifæri í flugi milli landanna og tengiflugi til Evrópulanda og óskar Isavia Icelandair til hamingju með þessa nýju áætlunarleið félagsins.

Icelandair segir í tilkynningu að flugáætlun félagsins í ár verði sú stærsta í sögu félagsins og um 18% umfangsmeiri en á síðasta ári. Auk Edmonton verður hafið flug til Vancouver og Genfar og ferðum fjölgað til ýmissa borga í Norður-Ameríku og Evrópu. Félagið áætlar að flytja alls rúmlega 2,6 milljónir farþega í ár og nota 21 flugvéla af Boeing-757-gerð í sumaráætlun, þremur fleiri en á síðasta ári ári.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og eiginkona hans heimsækja Albertafylki í tengslum við flugið ásamt viðskiptasendinefnd frá Íslandi. Áður en farþegar gengu um borð klipptu Sigmundur Davíð utanríkisráðherra, Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair á borða til að marka upphaf flugs á hinni nýju flugleið frá Keflavík.


Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair klippa á borða í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í tilefni fyrsta flugs Icelandair til Edmonton