Hoppa yfir valmynd
11.9.2014
Icelandair hefur flug til Portland í Oregon í maí

Icelandair hefur flug til Portland í Oregon í maí

Icelandair mun bæta Portland í Oregon við sumaráætlun sína 20. maí á næsta ári og verður þá með beint flug til 39 áfangastaða. Auk þess að bæta við nýjum áfangastað fyrir Íslendinga og íbúa Portland, eykur flugleiðin tengimöguleika milli Portland og Evrópu en Keflavíkurflugvöllur er bæði þægilegur og hagkvæmur tengipunktur á Norður-Ameríku og Evrópu. 
 
Flugáætlun Icelandair árið 2015 verður sú stærsta í sögu félagsins, 12% umfangsmeiri en á þessu ári. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir 2,9 milljónum farþega samanborið við þær 2,6 milljónir sem gert er ráð fyrir að ferðist með félaginu í ár. 
 

Borg rósanna

Portland er 500 þúsund manna borg, en ef svæðið umhverfis hana er talið með er íbúafjöldinn um 2,3 milljónir. Portland er staðsett við Willamette-ána og er oft nefnd borg rósanna vegna fjölda rósagarða. Borgin er menningar- og útivistarborg sem býður upp á mikla náttúrufegurð, fjölmarga markaði og er borgin einnig þekkt fyrir ýmsar bjórtegundir sem þar eru bruggaðar. 
 

Mynd af Icelandair.is