
Icemart opna á Keflavíkurflugvelli
Verslunin Icemart hefur opnað nýja verslun á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða svokallað pop-up rekstarrými sem verður starfrækt tímabundið á flugvellinum.
Boðið er upp á úrval af vinsælum minjagripum, gjafavörum, ferðatengdum vörum og snarli fyrir flugið.
Icemart er staðsett í suðurbyggingu á 2. hæð við hlið C.