Hoppa yfir valmynd
12.2.2015
Isavia á framadögum háskólanna

Isavia á framadögum háskólanna

Isavia og dótturfyrirtækið Tern voru með bása á Framadögum sem fram fóru í gær í Háskólanum í Reykjavík. Básarnir voru staðsettir hlið við hlið á annarri hæð í HR og var mikil umferð áhugasamra nemenda á básinn.  Tern og Isavia eru bæði að leita að sumarstarfsmönnum í verkefni tengd forritun og í þróunardeild Flugleiðsögusviðs og virtust þau vekja mikla athygli. Þá er einnig verið að leita að verkfræðingum í framtíðarstörf á Keflavíkurflugvelli.  Auk þess að veita áhugasömum nemendum upplýsingar um Isavia og Tern var boðið uppá vatn, súkkulaði og bland í poka fyrir gesti, en það má segja að starfsemi Isavia og Tern sé einmitt bland í poka þar sem flestir geta fundið störf við hæfi. Þá stóðu fyrirtækin fyrir keppni í leiknum "Take control of the Tower" sem er leikur tengdur flugumferðarstjórn og voru verðlaunin ekki af verri endanum, nýr 16 GB Ipad mini.  Sigurvegari í leiknum var Halla Berglind en hún skoraði langmest allra með 65.500 stig og var dregin úr hópi þriggja efstu keppenda.

Það var mál þeirra sem voru á básnum fyrir hönd Isavia og Tern að mjög vel hefði tekist til og að fleiri áhugasamri nemendur hefðu komið á básinn en áður á Framadögum, en þetta er í þriðja sinn sem fyrirtækin taka þátt.

Halla Berglind náði langhæsta skorinu í flugleiðsöguleiknum okkar og fékk iPad mini að launum.

 

Fjölmargir gestir litu við á básum Isavia og Tern og höfðu mikinn áhuga á starfsemi fyrirtækjanna.