Hoppa yfir valmynd
30.6.2010

Isavia auglýsir eftir starfsmanni á Akureyrarflugvöll

Bifvélavirki/ vélvirki eða vanur tækjamaður

Isavia ohf óskar að ráða tímabundið til 15 mánaða bifvélavirkja /vélvirkja eða mann vanan viðgerðum, viðhaldi bifreiða og véla til starfa á Akureyrarflugvöll.

Starfssvið
Starfið felst meðal annars í viðgerðum, viðhaldi og eftirliti á bílum, vélum og tækjum á verkstæði flugvallarins. Starfið felur einnig í sér vinnu við snjóruðning, hálkuvarnir og viðbúnaðar- og neyðarþjónustu.

Menntun og/eða reynsla
Menntun og reynsla í vélvirkjun eða bifvélavirkjun er æskileg. Umsækjendur með haldgóða reynslu í viðgerðum bíla, véla og stærri tækja koma einnig til greina.  Meirapróf og þungavinnuvélaréttindi eru skilyrði.

Við leitum að starfsmanni sem hefur góða samskiptahæfileika, hefur frumkvæði í starfi, hefur lipra og þægilega framkomu og getur unnið undir álagi.  

Í boði er krefjandi starf í spennandi starfsumhverfi.

Starfið er laust nú þegar.

Umsóknir
Upplýsingar um starfið veita þau: Stefanía Harðardóttir í starfsmannaþjónustu og Sigurður Hermannsson umdæmisstjóri í síma 424 - 4000.

Skriflegar umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun, fyrri störf og mynd sendist starfsmannaþjónustu Isavia ohf, Reykjavikurflugvelli, 101 Reykjavík fyrir 11. júlí. Umsóknir er einnig hægt að senda á netfangið [email protected]
Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um starfið.