Hoppa yfir valmynd
10.10.2013
Isavia Egilsstaðaflugvelli gefur Flugsafninu 40 ára gamalt slökkvitæki

Isavia Egilsstaðaflugvelli gefur Flugsafninu 40 ára gamalt slökkvitæki

Gestur Einar Jónsson safnvörður á Flugsafni Íslands tekur við tækinu úr höndum Þorláks S. Helgasonar frá Isavia.

Isavia Egilsstaðaflugvelli hefur afhent Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli duftslökkvitæki sem er að minnsta kosti 40 ára og var notað á flugvellinum á Borgarfirði eystri.

Tækið var tekið í geymslu á Egilsstöðum þegar flugvöllurinn á Borgarfirði eystri var tekinn úr áætlun. Tækið er fyrir 250 kg af dufti og voru svona tæki ómissandi á flugvöllum landsins hér áður fyrr.