Hoppa yfir valmynd
28.8.2023
Isavia er stoltur bakhjarl Ljósanætur

Isavia er stoltur bakhjarl Ljósanætur

Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Isavia, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hafa undirritað samstarfssamning Isavia og Reykjanesbæjar vegna Ljósanætur. Hátíðin hefst miðvikudaginn 31. ágúst og lýkur sunnudaginn 3. september og er nú haldin í 22. sinn.

Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Isavia, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ
Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Isavia, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ

Ljósanótt er árleg fjölskyldu- og menningarhátíð í Reykjanesbæ. Boðið er upp á tónleika, sýningar og margs konar samkomur meðan á hátíðinni stendur.

Isavia hefur verið einn af aðalstyrktaraðilum Ljósanætur um árabil til að gera dagskrá Ljósanætur sem glæsilegasta. Framlög Isavia eru liður í því að styðja við metnaðarfullt starf á ýmsum sviðum samfélagsins þannig að það dafni og fái að njóta sín.