
Isavia hefur gerst aðili að UN Global Compact

Með þátttöku skuldbindur Isavia sig til að stefna og starfshættir fyrirtækisins séu í samræmi við tíu grundvallarþætti Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, vinnumál, umhverfismál og aðgerðir gegn spillinu. Fyrirtækið skuldbindur sig jafnframt til að taka þátt í verkefnum sem styðja við þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þá sérstaklega markmið til sjálfbærrar þróunar.
Isavia mun skila skýrslu til Sameinuðu þjóðanna árlega þar sem markmið og árangur hjá fyrirtækinu í þeim tíu flokkum sem um ræðir verða tilgreind. Skýrslunni verður skilað í fyrsta skipti árið 2017.
Nánari upplýsingar: https://www.unglobalcompact.org/