Hoppa yfir valmynd
24.5.2013
Isavia hlaut Áttavitann á landsþingi Landsbjargar

Isavia hlaut Áttavitann á landsþingi Landsbjargar

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, tekur við Áttavitanum úr höndum Harðar Más Harðarsonar, formanns Slysavarnarfélagsins Landsbjargar

Isavia og Íslandsbanki hlutu fyrr í dag, 24. maí, viðurkenninguna Áttavitann frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu á landsþingi SL. Með þessu vill Landsbjörg þakka Isavia fyrir stuðning síðustu ár.
 
Isavia hefur átt farsælt samstarf við Landsbjörgu í gegnum árin og nú síðustu þrjú ár hefur fyrirtækið veitt samtals 21 milljón króna til björgunarsveita um allt land til kaupa á hópslysabúnaði. Sérstök áhersla hefur verið lögð á styrki til sveita sem eru hluti af flugslysaáætlunum fyrir áætlunarflugvelli landsins.