Hoppa yfir valmynd
13.10.2022
Isavia hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Isavia hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Isavia hlaut í vikunni viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), forsætisráðuneytisins og nokkurra fyrirtækja. Þátttakendur í verkefninu eru fyrirtæki, sveitarfélög og opinberir aðilar sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar, þ.e. framkvæmdastjórn.

Fimmtíu og níu fyrirtæki, sex sveitarfélög og ellefu opinberir aðilar fengu viðurkenninguna að þessu sinn og var Isavia í þeim hópi. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við mat á aðilum sem fengu viðurkenningu. Stór hluti þeirra hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar. Það gerði Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, fyrir hönd félagsins árið 2020 en þá fékk Isavia einnig viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar.

Í dag er kynjahlutfall í framkvæmdastjórn Isavia ohf. 50/50 – þrjár konur og þrír karlar. Sé horft til dótturfélaganna Isavia ANS, Isavia Innanlandsflugvalla og Fríhafnarinnar þá er hlutfallið fimm konur og fjórir karlar.