Hoppa yfir valmynd
13.3.2019
Isavia og Tern á World ATM sýningunni

Isavia og Tern á World ATM sýningunni

Isavia ásamt dóttirfyrirtæki sínu Tern Systems eru þessa dagana á sýningunni World ATM sem fram fer í Madrid ár hvert. Á sýningunni eru fyrirtæki í flugleiðsöguþjónustu og tækniþróun í þeim geira að kynna þjónustu sína. Básinn í ár er mjög veglegur og hefur fjöldi manns lagt leið sína á básinn til að kynna sér þjónustu okkar. 

Mikil áhersla er lögð á að kynna flugturnshermi frá Tern Systems (TSIM), flugstjórnarkerfið Polaris frá Tern sem er í mikilli þróun og er nýtt við að stjórna flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu og á flugvöllum á Íslandi og fluggagnakerfi (Data Warehouse) sem er nýjung í þróun hjá Isavia.