Hoppa yfir valmynd
20.9.2010

Isavia óskar eftir að ráða tímabundið bifvélavirkja til starfa á Akureyrarflugvöll

Isavia óskar eftir að ráða tímabundið til 30.september 2011 bifvélavirkja/vélavirkja vanan viðgerðum og viðhaldi bifreiða, véla og tækja til starfa á Akureyrarflugvelli.  Starfið felst meðal annars í viðgerðum, viðhaldi og eftirliti á bílum, vélum og tækjum á verkstæði flugvallarins. Starfsmaður mun einnig vina við snjóruðning, hálkuvarnir, viðbúnaðar- og neyðarþjónustu og sinna afleysingu húsvarðar.

Umsóknarfrestur er til 30.september 2010.