Hoppa yfir valmynd
18.2.2011

Isavia óskar eftir nemum í flugumferðarstjórn

Isavia óskar eftir nemum í réttindanám í flugstjórnarmiðstöð Isavia í Reykjavík.
Viðkomandi þarf að vera a.m.k. 18 ára og hafa próf frá framhaldskóla eða sambærilega menntun skv. mati Flugmálastjórnar Íslands.  Gerð er krafa um að umsækjandi hafi lokið viðurkenndu grunnnámi í flugumferðarstjórn og námi til ACP og ACS áritana með fullnægjandi árangri og hafi fullnægjandi þekkingu í ensku og íslensku (a.m.k. 4.stig).  Viðkomandi þarf að vera góður í mannlegum samskiptum, vera sjálfstæður í vinnubrögðum og hafa óflekkað mannorð.   Umsækjandi þarf að geta hafið nám í byrjun apríl.

Umsóknum skal skilað rafrænt og er umsóknarfresturinn til og með 4. mars 2011.