Hoppa yfir valmynd
22.1.2020
Isavia semur við FFR

Isavia semur við FFR

Isavia, Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) hafa undirritað nýjan kjarasamning. Samningurinn er gerður með hliðsjón af lífskjarasamningum sem stéttarfélög á almennum vinnumarkaði undirrituðu í fyrra. Atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram á næstu dögum.

FFR er stéttarfélag flugmálastarfsmanna. Langflest félagsfólk starfar hjá Isavia en einnig hjá Samgöngustofu. Félagar í FFR eru m.a. flugvallarstarfsmenn, flugöryggisverðir, iðnaðarmenn og skrifstofufólk.