
Isavia semur við FFR
Isavia, Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) hafa undirritað nýjan kjarasamning. Samningurinn er gerður með hliðsjón af lífskjarasamningum sem stéttarfélög á almennum vinnumarkaði undirrituðu í fyrra. Atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram á næstu dögum.
FFR er stéttarfélag flugmálastarfsmanna. Langflest félagsfólk starfar hjá Isavia en einnig hjá Samgöngustofu. Félagar í FFR eru m.a. flugvallarstarfsmenn, flugöryggisverðir, iðnaðarmenn og skrifstofufólk.