Hoppa yfir valmynd
8.9.2020
Isavia semur við Skeljung

Isavia semur við Skeljung

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia ohf og Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs hf, hafa undirritað samning um kaup Isavia á eldsneyti, smurvörum og tengdum rekstrarvörum af Skeljungi. Samningurinn er gerður að undangengnu útboði.

Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á að framlengja samningnum tvisvar sinnum um tvö ár í senn. Hann tekur til endurnýjunar á eldsneytisbúnaði á flugvöllum Isavia.