Hoppa yfir valmynd
29.10.2014
Isavia styrkir barna- og unglingastarf á Suðurnesjum

Isavia styrkir barna- og unglingastarf á Suðurnesjum

Styrktarsjóður Isavia veitir í ár styrki til barna- og unglingastarfs á Suðurnesjum.  Styrkjunum er ætlað að styðja við allar greinar íþrótta og stuðla að auknum möguleikum barna- og unglinga til að stunda sínar íþróttir og fara í nauðsynlegar æfinga og keppnisferðir. 

Styrkirnir voru á dögunum afhentir íþróttarféögum í Garði, Sandgerði, Vogum, Grindavík og þeim aðildarfélögum Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB) sem þegar eru eða eru við það að verða fyrirmyndarfélög Íþróttasambands Íslands.

Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia veitti styrkina til félaganna.  „Keflavíkurflugvöllur er stærsti vinnuveitandinn hér á Suðurnesjum og því ákváðum við að styrkveitingar í ár skyldu renna til barna- og unglingastarfs hér á svæðinu.  Við vitum að það er brýn þörf fyrir slíkan stuðning og við vonum að styrktarféð komi nærsamfélagi flugvallarins að góðum notum.“

Ingigerður Sæmundsdóttir formaður ÍRB sagðist afar ánægð með framtak Isavia. „Uppbygging á íþróttastarfi fyrir börn og unglinga er fjárfrek og því er afar ánægjulegt þegar öflug fyrirtæki eins og Isavia sjá sér fært að styðja við starfið með myndarlegum hætti.  Þessir fjármunir munu því koma sér afar vel hjá félögum innan ÍRB sem hafa uppfyllt eða eru við það að uppfylla öll skilyrði um fyrirmyndafélög hjá ÍSÍ."

Meðfylgandi eru myndir frá afhendingu styrkjanna.

Forsvarsmenn og iðkendur félaga innan Íþróttabandalags Reykjanesbæjar ásamt Birni Óla Haukssyni forstjóra Isavia.

 

Forsvarsmenn og iðkendur íþróttafélaga í Sandgerði, Garði, Vogum og Grindavík ásamt Birni Óla Haukssyni forstjóra Isavia.