Hoppa yfir valmynd
1.6.2015
Isavia styrkir björgunarsveitir um níu milljónir

Isavia styrkir björgunarsveitir um níu milljónir

Hörður Már Harðarson fráfarandi formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar tekur við styrkjunum úr höndum Björns Óla Haukssonar forstjóra Isavia.

 

Á landsþingi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem haldið var föstudaginn 29. maí veitti Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia 25 björgunarsveitum um allt land samtals níu milljónir króna í styrki úr styrktarsjóði Isavia. Sjóðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2012 og hefur í fjögur skipti úthlutað til björgunarsveita nærri 40 milljónum króna. Markmið sjóðsins er að efla hópslysaviðbúnað á landinu öllu. Samstarf Isavia og björgunarsveita hefur verið farsælt um árabil en sveitirnar eru hryggjarstykkið í almannavarnarviðbúnaði á landinu, viðbúnaði sem er Isavia sem rekstaraðila flugvalla um allt land afar mikilvægur.

Hópslysaviðbúnaður kortlagður

Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia sagði í ræðu sinni á þinginu meðal annars frá samantekt sem Isavia hefur gert á hópslysaviðbúnaði á landinu þar sem um 200 viðbragðsaðilar um allt land voru spurðir um búnað og getu sína til að sinna hópslysaviðbúnaði. Slík könnun hefur ekki verið gerð áður og er afar mikilvægt verkfæri ekki aðeins fyrir Isavia til að geta styrkt góð verkefni á réttum stöðum heldur einnig fyrir aðgerðastjórnendur á landsvísu sem geta notað samantektina til ákvarðanatöku í samræmingu stærri atburða. Samantektin sýnir einnig að styrktarsjóður Isavia hefur lyft grettistaki hvað varðar viðbúnað ekki aðeins kringum flugvelli heldur um allt land. Áfram er þörf, ekki síst í ljósi aukins ferðamannastraums um allt land, þar vill Isavia vera í fararbroddi sem ábyrgt fyrirtæki í ferðaþjónustu og efla áfram hópslysaviðbúnað.

Þær björgunarsveitir sem skiptu á milli sín níu milljóna króna styrk úr sjóðnum að þessu sinni voru:

Björgunarfélag Akranes

Fyrstuhjálparbúnaður í bát

Björgunarfélag Árborgar

Yfirbygging snjóbíls (flutningur utan alfaraleiða)

Björgunarsveitin Ársæll

Björgunarflekar, fyrstuhjálparbúnaður

Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka

Sexhjól (flutningur utan alfaraleiða)

Björgunarsveitin Blanda Blönduósi

Fyrstuhjálparbúnaður

Björgunarsveitin Dalvík

Fyrstuhjálparbúnaður

Björgunarsveitin Ernir

Fyrstuhjálparbúnaður

Björgunarsveitin Gerpir

Hópslysakerra

Björgunarsveitin Heiðar

Fyrstuhjálparbúnaður

Björgunarsveitin Hérað

Hópslysakerra

Björgunarsveitin Kópur Bíldudal

Fyrstuhjálparbúnaður í bát

Kyndill Kirkjubæjarklaustri

Uppgerð á tjaldgám og fyrstuhjálparbúnaður

Björgunarsveitin Kyndill Mosfellsbæ

Fyrstuhjálparbúnaður

Björgunarsveitin Sigurgeir

Standsetning á sjúkrabíl

Björgunarsveitin Strönd Skagaströnd

Fjórhjól (flutningur utan alfaraleiðar)

Björgunarsveitin Sæbjörg Flateyri

Ljósavél og dæla

Björgunarsveitin Tindar

Fyrstuhjálparbúnaður

Björgunarsveitin Þingey

Fyrstuhjálparbúnaður

Björgunarsveitin Þorbjörn Grindavík

Hópslysakerra

Flugbjörgunarsveitin Reykjavík

Fyrstuhjálparbúnaður

Flugbjörgunarsveitin Varmahlíð

Fyrstuhjálparbúnaður

Björgunarsveitin Tintron

Fyrstuhjálparbúnaður

Hjálparsveit skáta Garðabæ

Fyrstuhjálparbúnaður

Hjálparsveit skáta Kópavogi

Fyrstuhjálparbúnaður

Súlur björgunarsveitin á Akureyri

Björgunarbátur (flutningar utan alfaraleiðar)