Hoppa yfir valmynd
29.1.2020
Isavia tekur þátt í Framadögum HR

Isavia tekur þátt í Framadögum HR

Við hjá Isavia verðum á Framadögum í HR þann 30. janúar og við viljum hvetja alla áhugasama til þess að heilsa upp á  okkur. Hjá Isavia og dótturfyrirtækjum starfa um 1400 manns í hinum ólíkustu störfum. Við erum að sigla inn í mjög spennandi tíma sem gaman verður að taka þátt í. Má þar meðal annars nefna stækkun flugstöðvarinnar í Keflavík og stofnun nýs sviðs stafrænnar þróunar og upplýsingatækni. Ljóst er að í breytingum sem þessum skapast ný störf og ótal tækifæri. Ekki bara fyrir einstaka starfsmenn heldur alla starfsemi Isavia.

Isavia annast flugumferðarstjórn í íslenska flugstjórnarsvæðinu  og fyrirtækið er eini starfsvettvangur flugumferðarstjóra á Íslandi. Við sjáum einnig um þjálfun nema í flugumferðarstjórn og erum að taka inn nema fyrir námstímabilið 2020 – 2023. Líkt og síðustu ár sjáum við fram á að ráða inn töluvert af nýju starfsfólki til þess að verða hluti af góðu ferðalagi með okkur. Árið 2019 réðum við um 60 manns til starfa, þar af 17 sérfræðinga. Einnig tókum við 14 nema inn.. Auk þess erum við að ráða í tæplega 300 stöður til afleysinga í sumar.

Með okkur úr mannauðsdeildinni á Framadögum verða starfsmenn frá tækni og eignasviði, frá tveimur deildum innan tækniþjónustu Isavia, flugumferðarstjórar sem og kennarar úr náminu í flugumferðarstjórn. Við verðum með besta kaffið á Kaffibarnum okkar og hvetjum þig til þess að koma við og fá þér rjúkandi kaffi og fræðast um Isavia og þau tækifæri sem eru í boði hjá okkur.