Hoppa yfir valmynd
16.6.2016
Isavia tekur þátt í WOW Cyclothon

Isavia tekur þátt í WOW Cyclothon

Isavia tekur nú þátt í WOW Cyclothon í þriðja sinn og er tíu manna sveit nú á hraðri ferð í kringum landið til að styrkja gott málefni. Við hvetjum alla til að heita á Isavia sveitina eða önnur lið og styrkja þannig frábært starf sem Hjólakraftur stendur fyrir. 

Liðið skipa þau Hafdís Viggósdóttir, Arnar Þór Björgvinsson, Arnar Þór Ásgrímsson, Arnar Björnsson, Árni Birgisson, Ásgeir Björgvinsson, Börkur Þórðarson, Viðar Sturluson, Kristinn G. Kristinsson og Einar Hilmarsson. 

Þessi glæsilega mynd var tekin í blíðviðrinu í gær áður en sveitin lagði af stað frá Reykjavíkurflugvelli.